Fréttir
01.08.2019 Verð 5 Finques lækkaði 1. ágúst.
 
5 Finques = Fimm garðar frá Perelada í Katalóníu er mest selda rauðvín Bers og hefur verið um árabil.
Um mánaðamótin lækkuðum við verð 5F úr 3.111 í 2.888.

Þeim sem ekki hafa smakkað 5 Finques er ráðlagt eða gera það hið bráðasta og hinum sem hafa prófað vínið að fylgja fyrirmælum ósvífinnar auglýsingar tómatsósuhöfðingjans Hunt's:

"Fá sér oftar og meira hverju sinni"

Vínið hefur óvenjumikla dýpt, af víni í þessum verðflokki að vera. Sennilega er fjölbreyttum jarðvegi og þrúgum um að kenna.

Sjá alla fréttina >>

31.07.2019 Vín Birgittu Eichinger seldust upp í Vínbúðunum.
 
Undirtektir við góðum tíðindum frá Lundúnum voru vonum framar. Riesling Zöbinger Gaisberg af fyrsta yrki seldist upp í Heiðrúnu og var líka pantað í Sérpöntun.
En auk þess, sem kemur kannski ekki alveg á óvart, rauk sala á öðrum vínum frá Birgittu upp.
Ódýrasta vínið, Grænir Vettlingar af Stræti {færeyskt vín!?} eða Grüner Veltliner Strass Hasel, seldist líka upp í öllum verzlunum. Vonandi koma vínin aftur í búðir strax eftir Verzlunarmannahelgi.

Sjá alla fréttina >>

15.07.2019 Birgit Eichinger sigraði á International Wine Challenge, Óskarsverðlaunahátíð vínheimsins, í London.
 
Riesling Ried Zöbinger Gaisberg Erste Lage {fr. Grand Cru} sigraði á þessu mikilvæga móti í flokki hvítvína.
Það vill svo vel til að þetta vín af vinningsárgangnum 2017 er fáanlegt í Vínbúðum Lýðveldisins núna. Reyndar bara í Kringlu og Heiðrúnu.

Gloria dóttir Birgittu tók við verðlaunum eins og sést hér á myndinni.

...


Sjá alla fréttina >>


 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6  Næsta síða  >>