Fréttir
06.06.2019 Verðlækkanir. Tímabundnar.
 
Ber hefur lækkað verð á nokkrum vínum í Vínbúðum Lýðveldisins og mun lága verðið haldast út júní:

**** Condado de Haza Crianza úr 3.555 í 2.888.

      Haza er talin til betri vína Ribera del Duero, jafnvel Grand Cru.

 *** Dehesa La Granja úr 2.888 í 2.555.

**** Perelada Stars Touch of Rosé Cava Brut úr 2.765 í 2.555.

      Rómantískasta vínið í Ríkinu? Yndislegt vín í brúðkaup og útskriftir.


Sjá alla fréttina >>

23.05.2019 Hatrið mun sigra! Cepa Gavilan hækkar um mánaðamót
 
Vegna veikingar íslenzku krónunnar þurfum við því miður að hækka verð á Cepa Gavilan frá Páskabræðrum í Pedrósu. Þetta er ekki mikil hækkun en við viljum vara velunnara Bers við og gefa þeim þar með kost á að birgja sig upp fyrir mánaðamótin.

Sjá alla fréttina >>

03.05.2019 Cepa Gavilan frá Pedrósu að seljast upp
 
Cepa Gavilan nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og hefur verið mest selda rauðvín Bers uppá síðkastið. Vegna seinkunar sendingar frá Spáni er vínið að klárast í Vínbúðunum.

Eins og ungi sölumaðurinn í kaupfélaginu svaraði hefðarfrúnni (eins og honum hafði verið kennt) þegar hún spurði hvort hann ætti salernispappír: "Nei en við eigum sandpappír númer 100",
þannig þurfum við að svara núna: "Nei, því miður, en við eigum Kríönzu, Reservu og Gran Reservu, stóru systurnar frá Páskabræðrum í Pedrósu [ekki að þetta sé mansal]".

Sjá alla fréttina >>


 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6 7  Næsta síða  >>