Fréttir
17.11.2019 ¡Vínskóli Bers!
 
Auðvitað stofnar Ber ekki vínskóla, allra sízt í samkeppni við Dominique.
En núna ákváðum við að lækka verð á tveimur vínum, langt niður fyrir kostnaðarverð til að gefa áhugasömum vínnemum [ekki eins og löggan notar] tækifæri til að smakka óvenjuleg Bordóvín.
Í fyrsta lagi eru vínin í Búrgúndarflöskum sem hlýtur að jaðra við glæp í Bordó. Svo er annað þeirra óeikað sem er nánast einsdæmi í rauðum Bordóvínum. Og loks eru vínin runnin upp úr gerólíkum jarðvegi.

Þekkt nöfn í Bordó stofnuðu víngerðina Château Le Rey. Vínin eiga ekki að vera dæmigerð fyrsta og annað vín Konungsgarðs að hætti Borðeyringa, heldur eru þau gerð í búrgúndískum anda "terroir".
Les Argileuses er ræktað í jarðvegi með bláum og grænum leir en Les Rocheuses aftur á móti í 100% kalksteinsjarðvegi.
Bæði vín eru frá 2016 sem var afburðagott ár á Eyrinni.

Verð Argileuses, þess ergilega eikarlausa, lækkaði um mánaðamótin úr 3.333 í 2.456 í Vínbúðunum og
Rocheuses, þess kalkaða grýtta með spýtu, úr 4.444 í 2.975.

Námsgögn hafa því sjaldan verið á betra verði.
 Veldu síðu: <<  Til baka  1 2 3 4 5 6 7  Næsta síða  >>