Fréttir
09.03.2004 Ber fær umboð fyrir Castillo Perelada, einn bezta freyðivínsframleiðanda Spánar
 
Vínframleiðandinn Castillo Perelada vakti athygli Bersverja strax í árdaga Bers.

Ber hefur náð samningum um innflutning á frábærum vínum þessarar framsæknu víngerðar.

Í byrjun júní koma freyðivínin Castillo Perelada Brut Reserva og Seco í sérbúðir ÁTVR, Heiðrúnu og Kringlu. Auk þeirra verður reynt, allavega tímabundið, að bjóða upp á rauðvínið Masia Perelada.

Á Alimentaria 2004, matvæla- og vínsýningunni á Spáni, tókust samningar um innflutning Bers á freyðivínum Castillo Perelada, sem er helzta víngerð héraðsins Ampurdan, sem liggur meðfram Miðjarðarhafsströnd Spánar, norður af Barcelona til landamæra Frakklands.

Einn af stórviðburðum í sögu fyrirtækisins er efalaust heimsókn Eisenhowers forseta Bandaríkjanna en í þeirri heimsókn vakti freyðivín fjölskyldunnar aðdáun tiginna gesta(svo?).

Salvador Dali, súrrealistinn frægi, var fjölskylduvinur. Rósafreyðivín Perelada var hans uppáhaldsdrykkur og nú hafa tvö vín fengið nafn til heiðurs Gölu eiginkonu Dalis. Torre Galatea (turn Gölu) Brut Rosado er eðalrósafreyðivín og Cabernet Sauvignon dökkt og tilkomumikið rauðvín. Flöskur beggja vína eru skreyttar í anda Dalis með skríðandi maurum og huggulegheitum.
Auk mikilsmetinna freyðivína bruggar Castillo Perelada nokkur stórmerkilega rauðvín. Gran Claustro er trúlega þeirra fræknast, gríðarlegur bolti.


 Veldu síðu: <<  Til baka  87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97  Næsta síða  >>