Fréttir
15.03.2006 Cognac Gourmel til Íslands á vegum Bers
 
Nú hefur Ber tekið enn eina tímamótaákvörðun með því að hefja innflutning á koníaki. Rétt einu sinni er róið á nördamiðin en Gourmel koníak þykir sérstakt að því leyti að engin íblöndunarefni eru notuð. Þessi nýtízkulegi stíll er kallaður Brut koníak, sem samsvarar þurrustu tegund kampavíns.

Það er sem sagt hvorki bætt sykri, viðaressensum né karamellulit út í koníakið frá Gourmel og Bertelsen. Þar að auki leggur Gourmel áherzlu á víngarðana og kallar drykki sína vín, jafnvel koníak fyrir sumarliða (f. sommelier). Svo kölluð "feit" eimun gerir það að verkum að sterkari persónuleiki (lesist nördalegri) næst fram og þykir endurspegla víngarðana.
Árgöngum er ekki blandað saman í endanlega útgáfu hvers koníaks, þ.a. munur er milli árganga eins og á vínum.

Sumum finnst eitthvað vanta þegar Brut koníak er drukkið en það er kannski sambærilegt við að drekka svart te, það er án sykurs og mjólkur, sem óneitanlega breiða yfir eiginleika tesins.


 Veldu síðu: <<  Til baka  63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73  Næsta síða  >>