Fréttir
20.09.2005 Ber hefur innflutning Bordó-vína
 
Eins og vinir Bers vita, hefur fókusinn, sem upphaflega var á Spáni, verið að víkka. Fyrir nokkru bættist við kampavínið Champagne Jacquesson. Núna hefur Ber ákveðið að hefja innflutning Bordó-vína en margir vínunnendur telja Bordó bezta vínhérað heims.

Nýlega fór fram útboð hjá ÁTVR þar sem velja skyldi vörur í svo kallaða úrvalsdeild.
Ber sendi inn sýnishorn í flokk spænskra rauðvína og vína frá Bordó.
Alls voru sendar inn 17 tegundir rauðvína frá Bordó frá ýmsum birgjum en úr þeim átti að velja 3 vín. Niðurstaða dómnefndar, sem á engan hátt þarf að endurspegla vilja þjóðarinnar, var sú að valin voru þrjú vín frá Beri:
Chateau Corbin 2002 frá St. Emilion
Chateau Pedesclaux 2002 frá Pauillac
Chateau Lascombes 2002 frá Margaux
Núna eru þessi þrjú vín fáanleg í Vínbúðum í Kringlu og Heiðrúnu. Tímasetningin er heppileg þar sem Bordó-vín eru af mörgum talin henta vel með villibráð, sérstaklega þó kröftug vín eins og Lascombes.
Auk þess er Ber búið að setja vínið Chateau de Mignot 2001 frá St. Estephe í reynslusölu.




 Veldu síðu: <<  Til baka  69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79  Næsta síða  >>