Fréttir
06.06.2005 Freyðivínið Castillo Perelada Brut Reserva fær líka stöðuhækkun
 
Freyðivínið Castillo Perelada Brut Reserva, sem byrjaði í reynslusölu í fyrrasumar, fylgir nú í kjölfar Seco, sem var hækkað í tign í síðasta mánuði, úr reynslu í kjarna ÁTVR.
Þar með verður vínið fáanlegt í u.þ.b. 10 verzlunum.

Brut Reserva, er þurrt en þó ekki skráfþurrt. Vínið inniheldur u.þ.b. 8 grömm af sykri per lítra. Seco aftur á móti ~13 g/L. Til viðmiðunar má geta þess að Castillo Perelada Semi Seco inniheldur 33g/L og er því dísætt.
Með hækkandi sykurinnihaldi hækkar sýran að sama skapi þ.a. Brut hefur minnsta sýru þessara vína og Semi Seco langmesta.

Brut Reserva er mjög fjölhæft matarvín og gengur vel með flestum smáréttum (sp. tapas), s.s. skelfiski, humri, pinnamat og snittum.

Vínin frá Castillo Perelada eru, eins og áður hefur komið fram, í miklu uppáhaldi hjá spænsku hirðinni og var bleika gerðin (Rosado) boðin sem fordrykkur í brúðkaupi spænska krónprinsins í fyrravor.
Sjá nánar um vínið Cava Brut Reserva.



 Veldu síðu: <<  Til baka  72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82  Næsta síða  >>