Fréttir
07.07.2005 Champagne Jacquesson stendur tæpt
 
Kampavínið Cuvée 728 frá framleiðandanum Champagne Jacquesson stendur mjög tæpt um næstu mánaðamót. Ef ekki seljast rúmlega 100 flöskur fyrir 31. júlí næstkomandi dettur vínið úr sölu í Vínbúðum Ríkisins.

Til að auka líkur á því að þetta stórmerkilega vín haldist í sölu örlítið lengur hefur Ber ákveðið að gefa hverjum þeim, sem kaupir 12 flöskur eða fleiri, flösku af Cuvée 728 eða öðru víni af svipuðu verðgildi.

Cuvée 728 er að stofni til af árgangi 2000, sem var frábær í Champagne. Stjórnendur Jacquesson tóku þá djörfu ákvörðun, fyrstir kampavínsframleiðenda og einir enn, að gera vín á hverju ári sem endurspeglar eiginleika þess árs. Venjan er sú að halda kampavínum sem stöðugustum milli ára, þannig að vínið sé sem því næst alltaf eins. Slagorð Jacquesson er þvert á móti:
"Excellence before consistency".

Núna er Cuvée 728 nánast uppselt um víða veröld og Cuvée 729 tekið við. Þar með er 728 orðið algert safnaravín, því fyrir utan að vera fágætt er vínið sérlega gott og hefur fengið stórkostlega dóma, m.a. hjá Gestgjafanum og í Morgunblaðinu, en í báðum blöðum var það talið með beztu fáanlegum vínum á Íslandi.

Champagne Jacquesson, sem er lítið fjölskyldufyrirtæki, fékk nýlega þann heiður í frönsku víntímariti að teljast með beztu vínrækt í Frakklandi.
Í Englandi, landi vínþekkjaranna, er Champagne Jacquesson talið til connoisseur's vína, en því miður hefur Beri ekki tekizt að kynna þá virðingu hér á landi, sem vín þeirra njóta erlendis.
Árgangsvín Jacquesson, Avize Grand Cru og einkum Grand Vin Signature, þykja með þeim albeztu og eru reyndar fáanleg í Vínbúðum hér á landi en salan er ekki nema 2-3 flöskur á ári enda óþekkt þótt góð séu.


 Veldu síðu: <<  Til baka  70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80  Næsta síða  >>