Fréttir
06.05.2005 Freyðivínið Castillo Perelada Seco fær stöðuhækkun
 
Freyðivínið Castillo Perelada Seco, sem byrjaði í reynslusölu í fyrrasumar, hefur náð svo miklum vinsældum (eins og vonlegt er) að nú hefur það verið fært upp um sess, úr reynslu í kjarna ÁTVR.

Vínið heitir Seco, sem táknar þurrt á spænsku en vínið er í raun hálfþurrt eða með votti af sætu. Áður hefur verið sagt að vínið sé hvorki of súrt né of sætt og alls ekki of þurrt, þ.a. það ætti að falla að smekk flestra, sem það og virðist gera. Vínin frá Castillo Perelada eru í miklu uppáhaldi hjá spænsku hirðinni og var bleika gerðin (Rosado) boðin sem fordrykkur í brúðkaupi spænska krónprinsins í fyrravor. Því miður féll brúðkaup Felipe og Laticiu algerlega í skugga hins rækilega kynnta brúðkaups Danaprins helgina á undan.
Sjá nánar um vínið Cava Seco.


 Veldu síðu: <<  Til baka  73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83  Næsta síða  >>