Fréttir
01.10.2003 Condado de Haza 2000 kemur í sérbúðir ÁTVR
 
Condado de Haza 2000 var að koma í sérbúðir ÁTVR, Heiðrúnu og Kringlu, en 1999 árgangurinn seldist upp fyrir nokkrum vikum.

Condado de Haza litli bróðir Pesquera er eftirlæti Alejandro Fernandez, sem er einn frægasti víngerðarmaður heimsins og oddviti Ribera del Duero. Alejandro valdi einhver beztu svæði á norðurbökkum árinnar Duero til ræktunar á Condado.
Ribera eru árbakkar á spænsku og Ribera del Duero því bakkar árinnar Duero, sem skiptir um nafn á landamærum Portúgals, verður Douro, en niður með ánni eru ræktuð ber til púrtvínsgerðar.

Vínið er dökkrautt á að líta með fjólublárri rönd. Ilmurinn er dæmigerður fyrir Ribera del Duero: ristað greni, smá fjós, þroskuð dökk ber, appelsínur og skósverta.
Mikið vín í munni með kröftugum ávexti, hæfilegri stemmu og góðum eftirkeim.
Hentar lambahrygg, sviðum, slátri og kannski svínasteik.


 Veldu síðu: <<  Til baka  92 93 94 95 96 97 98 99  Næsta síða  >>