Fréttir
06.12.2003 Vín með jólamatnum á Grand Hótel
 
Ber tók þátt í kynningu ÁTVR "Vín með jólamatnum", sem haldin var í Grand Hótel Reykjavík í dag. Góður rómur var gerður að þessu framtaki og umgjörð öll til fyrirmyndar.
Ber kynnti kampavínið Jacquesson Brut Perfection, villbráðarvínið Gran Vos frá Viñas del Vero í Somontano og Teófilo Reyes frá lambakjötshéraðinu Ribera del Duero.

Bersvínin þrjú(Óskar og Hafliði ekki taldir með) vöktu talsverða athygli.

Gran Vos Reserva
Léttsteikt villigæs var á borðum og þótti Gran Vos falla afar vel að henni og reyndar nautasteikinni líka. Rósi, viskímaltarinn í salnum, kom aukaferð að smakka Reservuna og taldi með ólíkindum að svo gott vín væri ekki dýrara.

Jacquesson Brut Perfection
Það vakti talsverða ánægju Bersverja, að þegar á sýninguna leið, fóru gestir að streyma að básnum gagngert, eftir ábendingar smekkfólks í salnum, til að fá að smakka á Jacquesson kampavíninu en orðspor þess jókst eftir því sem á leið.

Teófilo Reyes
Viðbrögð við Táfýlu Reyni voru nokkuð blendin. Sumum fannst vínið of yfirgengilegt, ilm- og bragðsterkt. Flestum hinna reyndari fannst Teófilo hins vegar afbragð og var haft að orði að eftir sterkt ávaxtabragð, svört kirsuber og plómur, smyrði vínið munninn eins og rjómi. Í lok sýningar komu nokkrir gestir á Bersbásinn og útnefndu Teófilo bezta vín dagsins og fengu að sjálfsögðu
smásmakk að lokum. Maltarinn fyrrgreindi sagði að Teófilo væri Macallan rauðvínsins.



 Veldu síðu: <<  Til baka  90 91 92 93 94 95 96 97 98 99  Næsta síða  >>