Fréttir
24.12.2003 Jacquesson Brut Perfection selst upp fyrir jólin
 
Svo illa vildi til að hið frábæra kampavín, Jacquesson Brut Perfection, áramótavín Gestgjafans,, seldist upp fyrir jólin.
Arftakinn, Cuvée 728, er kominn til landsins og í verzlanir ÁTVR.


Svo vel tókst til að við Ber, með dyggri aðstoð Eimskipa, náðum sendingu til landsins af arftaka Perfection, tímamótakampavíninu Jacquesson Cuvée 728, sem tekur við af Perfection en framleiðslu Perfection hefur verið hætt.

Manifesto Cuvée 728 er "Snilld umfram samfelldni"(e. Excellence over consistency), þ.e. markmiðið er að ná hinu bezta út úr hverju ári á kostnað einsleitni. Cuvée 728 er að uppistöðu(68%) af árgangi 2000. Að mestu(88%) eru notaðar þrúgur úr Premier og Grand Cru görðum Grande Vallée de la Marne, Cote des Blancs(Hvítársíðu) og Montagne de Reims(Reimarfjöllum). Vínið er ekki síað og þykir því varðveita vel jarðeigind(f. terroir) Avize, Ay og Dizy hreppanna umhverfis Epernay í Suðurkampi.
Cuvée(eingöngu sjálfrennandi safi (ekkert pressuvín)) 728 er samsett úr rauðu þrúgunum Pinot Meunier 37%, Pinot Noir 27% og þeirri alræmdu hvítu Chardonnay 36%.
Cuvée 728 hefur fengið fádæma góðar viðtökur gagnrýnenda eins og reyndar fyrirrennarinn Brut Perfection.
Brosum í kampinn og skálum Ber á gleðilegu komandi ári!



 Veldu síðu: <<  Til baka  88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98  Næsta síða  >>