Fréttir
22.05.2004 Viñas del Vero Clarión hvítvínið í brúðkaupsveizlu krónprinsins af Spáni
 
Þann 22. maí gengu Felipe de Borbon, sonur Jóhanns Karls Spánarkonungs og Soffíu drottningar, og Leticia Ortiz Rocasolano í hjónaband.
Í brúðkaupsveizlunni var boðið upp á hvítvínið Clarión frá Viñas del Vero.

Hinn heimsfrægi kokkur Ferrán Adriá, sem rekur veitingastaðinn El Bulli, eldaði ofan í kóngafólkið.
Parið fékk s.k. Salmaneser, sem er 9 lítra flaska, af Blecua lúxusrauðvíni Viñas del Vero, í brúðargjöf.
Clarión, sem var valið bezta hvítvín Spánar árið 2000, var reyndar skenkt í brúðkaupi dóttur eins af kóngum Íslands fyrir nokkrum árum. Hennar brúðgumi var einmitt spænskur líka.



 Veldu síðu: <<  Til baka  85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95  Næsta síða  >>