Fréttir
20.10.2004 Þrjú vín til viðbótar valin í “Úrvalsdeild” vínbúðanna
 
Til viðbótar Vega Sicilia Unico 1990 og Avize Grand Cru 1995 voru þrjú vín valin í úrvalsdeild Vínbúðanna:
Guelbenzu Lautus 1998, stóri bróðir Evo
Valduero Gran Reserva 1995 og
Tokaji Oremus Aszu 5 potta 1995

Guelbenzu Lautus er hörkulegur og óaðgengilegur, ef ekki beinlínis fjandsamlegur í æsku en með árunum springur hann út með miklum þungum ilmi og mjúku seiðandi bragði.
Gríðarlega mikið og spennandi vín, sem minnir stundum á höfðingjann sjálfan Vega Sicilia.

Valduero Gran Reserva frá Ribera del Duero er prýðilegt dæmi um Duero-vín á þroskabraut. Dökkrautt með brúnleitri rönd, sem sagt byrjað að þroskast, en Duero vín eru kolfjólublá í bernsku. Upp úr glasinu læðist feit berja- og jarðvegslykt í bland við klassískan sveitailm.
Á tungu er vínið mjúkt og þykkt með dæmigerðu karamellubrjóstsykursbragði. Langt og mjúkt.

Tokai Oremus 5 puttonyos er djúpgullið á að líta og ilmurinn er þykkur og höfugur, eðalmygla, hunang og sítrusávöxtur. Bragðið er mjög sætt, þykkt og flókið en sýran heldur þessu öllu á flugi, þannig að aldrei ber á skugga. Eftirbragðið er langt og ljúft.



 Veldu síðu: <<  Til baka  79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89  Næsta síða  >>