Fréttir
22.05.2004 Castillo Perelada Cava Rosado var líka í brúðkaupsveizlunni
 
Eins og áður var fram komið, þá gengu Felipe de Borbon, sonur Jóhanns Karls Spánarkonungs og Soffíu drottningar, og Leticia Ortiz Rocasolano í hjónaband nýlega.

Eins og áður var gortað af, var boðið upp á hvítvínið Clarión frá Viñas del Vero í brúðkaupsveizlunni.

Ekki nóg með það, heldur var freyðivín (sp. Cava) frá einum af birgjum Bers, Castillo Perelada, fordrykkur í veizlunni.

Freyðivínið Castillo Perelada Cava Rosado, sem er fölrósableikt á litinn og því mjög rómantískur drykkur, var valið sem fordrykkur í veizluna góðu.

Vínið er gert úr þrúgunum Garnacha og Monastrell og hefur allsterk rauðvínseinkenni, bæði í lykt og bragði. Hinn dæmigerði léttleiki Cava-freyðivína er þó vissulega til staðar.

Nú eru 100 ár liðin frá fæðingu súrrealistans Salvadors Dalí. Hans uppáhaldsdrykkur var einmitt rósafreyðivínið frá Castillo Perelada en hjónin Dalí og Gala voru nágrannar og vinir Don Miguel Mateu eiganda víngerðarinnar.

Til heiðurs þeim hjónum var gefið út bleika lúxusfreyðivínið Torre Galatea, Turn Gölu, en flaskan er skreytt með skríðandi maurum í anda Dalís.


 Veldu síðu: <<  Til baka  84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94  Næsta síða  >>