Fréttir
01.10.2004 Tvö vín frá Beri komast í nýstofnaða “Úrvalsdeild” Vínbúðanna
 
Þann 1. október voru tvö vín frá Beri, Vega Sicilia Unico og Champagne Jacquesson Avize Grand Cru, valin í nýjan söluflokk ÁTVR, s.k. sérlista, en þar sem nefnd sérfræðinga velur vín í flokkinn er við hæfi að kalla hann "Úrvalsdeild".

Vega Sicilia Unico er dýrasta vín, sem Ber flytur inn, og nýtur gríðarlegrar virðingar úti í hinum stóra heimi en hefur ekki skotið rótum á Íslandi ennþá. Unico er af mörgum talinn jafnoki þeirra stóru frönsku, s.s. Chateau Mouton Rothschild, Chateau Latour og Margaux.
Ber lýsir hér með eftir geðbiluðum milljónamæringum, sem hafa áhuga og getu til að kaupa þetta merkilega vín.


Árgangskampavínið Avize Grand Cru 1995 frá Champagne Jacquesson hefur vakið verðskuldaða athygli og var í fyrra valið áramótavín enska víntímaritsins Decanter í flokknum "Money is No Object", þ.e. bruðlaraflokknum. Avize fékk fimm stjörnur (*****) af 5 mögulegum.



 Veldu síðu: <<  Til baka  80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90  Næsta síða  >>